top of page
HeildarÞjálfun stjórnenda

Hugmyndin um Heildarþjálfun stjórnenda – The Total Leader™ - varð til vegna þeirrar gífurlegu eftirspurnar sem ráðgjafar LMI fundu fyrir á vinnumarkaðnum.

 

Eftir því sem viðskiptaheimurinn hefur breyst og þróast, hefur þörfin fyrir árangursríka stjórnendur margfaldast. Eigi fyrirtækin að þróast í takt við síbreytilegar aðstæður á skapandi hátt, þurfa þau að koma sér upp stjórnendum á öllum stigum. Í raun má segja að fyrirtæki framtíðarinnar þurfi að gera ráð fyrir að allir starfsmenn þess verði leiðtogar. Það er einungis þegar fólk getur stjórnað sjálfu sér sem það er í alvöru fært um að vera skapandi frumkvöðlar. Þetta þýðir að styrkja þarf leiðtogahæfileika allra starfsmanna!

Þjónusta

námskeið LMI byggjast á því viðhorfi að mannauðurinn sé stærsta auðlind hvers fyrirtækis. Flestir nota aðeins hluta hæfileika sinna og þekkingar. Þess vegna er það rekstrarlega skynsamleg ráðstöfun að fjárfesta í vexti og þroska starfsmanna. Það eykur tekjumöguleikana og veitir aukinn hagnað af fjárfestingum — meira en nokkur önnur ráðstöfun.

 

Því miður lærir fólk ekki sjálfkrafa að nota betur hæfileika sína og þekkingu; það verður að leita þjálfunar. Best er að nota þjálfunaraðferðir sem hafa sýnt og sannað að þær skila árangri, eins og LMI þjálfunin.

Fréttir og tilkynningar

16-des-2013

Sagan

 

LMI var stofnað af Paul J. Meyer árið 1965 í Texas USA. Í dag er Randy Slechta framkvæmdastjóri fyrirtækisins. LMI er leiðandi fyrirtæki á ýmsum sviðum eflingar persónulegs þroska fólks í lífi og starfi. Stjórnenda- eða leiðtogaþjálfun LMI er unnin í nánum tengslum við vinnuumhverfið. Fyrirtækið býður upp á þjálfun og þjálfunarkerfi á öllum sviðum persónulegs þroska og á öllum stjórnstigum. LMI er í dag stærsta fyrirtækið í heiminum á þessu sviði.

Sérþekking okkar

16-des-2013


Lmi á Íslandi er komnir með stórglæslega heimasíður

bottom of page