top of page


Effective Motivational Leadership®
Fyrirtæki í dag vantar ekki fleiri verkstjóra; það eru leiðtogar sem vantar. Hvatningarstjórnun eykur færni stjórnenda til að hafa áhrif á fólk, hvetja og veita
starfsfólki innblástur til að gera nýja hluti. Efninu er ætlað að auka persónulega færni einstaklingsins til að verða öflugur leiðtogi síns fólks. Með því að veita
aðstoð við að skilgreina og þróa stefnu fyrirtækisins og skipulag, beinist þessi þjálfun að því að tryggja að rétta fólkið sé í réttum hlutverkum.


Efni: Eftirfarandi kaflaheiti gefa þér hugmynd um innihaldið í Hvatningarstjórnun:


• Áskorunin; að verða hvetjandi stjórnandi
• Framtíðarsýn og tjáskipti
• Hvatning
• Að virkja fólk þannig að það noti færni sína til fullnustu
• Að virkja hópinn
• Sigurliðið
• Að leiða breytingar og nýjungar
• Framtíðarleiðtoginn


Markhópur: Þjálfuninni er ætlað að efla frammistöðu hvers konar stjórnenda, jafnt þeirra sem nýlega hafa tekið við
stjórnendahlutverkinu sem þeirra reyndustu.

 

Fjallað er um hvernig best er að kynna ný verkefni og hugtök, skerpa forgangsröðun, þróa verkstjórn og hnitmiða markmið fyrirtækisins og einstakra
stjórnenda. Umfjöllunarefni þessarar þjálfunar gefa dýrmæta reynslu og jafnvel reyndir stjórnendur fyllast nýjum áhuga og verða enn afkastameiri.


Framkvæmd:
Þátttakandinn hefur sinn eigin einkaráðgjafa. Þeir hittast um það bil þriðju hverja viku – eða eins og þátttakandanum hentar best - í alls 8 skipti. Á fundunum
er rætt um þau verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta fundi og vinnuna framundan.
Þátttakandinn vinnur með efnið í u.þ.b. 3 klukkustundir á viku. Samtals krefst námskeiðið um 90 klst. vinnu.

bottom of page