Persónuleg stjórnun
Effective Personal Leadership®
Persónuleg stjórnun þjálfar þá persónuhæfni sem góður stjórnandi þarf að búa yfir. Þjálfunin tekur fyrir bæði vinnu og einkalíf, þannig að þátttakandinn geti
náð betri stjórn á báðum þessum sviðum. Stjórnandinn verður marksæknari í vinnu og einkalífi og lærir að bæta árangur sinn á öllum sviðum lífs síns.
Meðal annars er leitað svara við: Ert þú að gera það sem skiptir máli fyrir þig og fyrirtækið? Hvernig gengur þér að láta vinnuna og einkalífið spila saman á
ásættanlegan eða jafnvel ánægjulegan hátt? Hvað er velgengni fyrir þig?
Efni: Persónuleg stjórnun inniheldur viðamikið kennsluefni, sem skipt er í 11 námskeiðstíma.
Kynnt eru mörg stjórnunarverkfæri, sem stjórnandinn getur þjálfað sig í að nota. Stærsti hluti kennsluefnisins miðar að því að hvetja stjórnandann til að gera
sér persónulegar starfsáætlanir bæði í starfi og einkalífi og fylgja þeim eftir.
Eftirtaldir titlar á lesköflunum í Persónulegri stjórnun gefa hugmynd um innihaldið:
• Forystuhlutverk
• Tímastjórnun
• Markmið og persónuleg stjórnun
• Fimm forsendur persónulegrar stjórnunar
Markhópur: Persónuleg stjórnun er fyrir alla sem eru í stjórnendahlutverki, formlega eða óformlega, sem gerir kröfur um að þeir;
• taki frumkvæði
• nýti tíma sinn á árangursríkan hátt
• marki stefnu
• taki ákvarðanir
• dreifi ábyrgð og verkefnum
Framkvæmd:
Þátttakandinn hefur einkaráðgjafa. Þeir hittast um það bil þriðju hverja viku – eða eins og þátttakandanum hentar best - í alls 11 skipti. Á fundunum er rætt
um þau verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta fundi og það sem framundan er.
Þjálfunin tekur 9 til 10 mánuði. Þátttakandinn vinnur með efnið í þrjár klukkustundir á viku. Samtals krefst námskeiðið um 110 klst. vinnu.
-
Áhugahvöt (hvatning)
-
Ákvarðanataka og úrlau
-
Tjáskipti og hlustun
-
Lifðu lífinu!