top of page

Árangur í starfi


Effective Personal Productivity®
Í Árangri í starfi vinnur þátttakandinn með eigin afköst, greinir hvað skiptir máli í starfinu og vinnur að því að breyta því sem hann er ósáttur við. Lögð er
áhersla á að finna nýjar leiðir í nýtingu eigin starfskrafta og í stjórnun annarra. Kynnt eru mörg stjórnunarverkfæri, sem stjórnandinn getur þjálfað sig í að
nota til að efla sjálfan sig og auka mannauð fyrirtækisins.


Efni: Eftirtalin kaflaheiti gefa hugmynd um innihaldið í Árangur í starfi:
• Eðli framleiðni og afkasta
• Að ná markmiðum með tímastjórnun
• Að auka afköst með forgangsröðun
• Að auka afköst með tjáskiptum
• Að efla teymið
• Að auka framleiðni hópsins


Markhópur: Árangur í starfi er fyrir alla sem eru í stjórnendahlutverki, formlega eða óformlega, sem gerir kröfur um að þeir;
• taki frumkvæði
• nýti tíma sinn á árangursríkan hátt
• taki ákvarðanir
• dreifi ábyrgð og verkefnum


Framkvæmd:
Þátttakandinn hefur sinn eigin einkaráðgjafa. Þeir hittast um það bil þriðju hverja viku – eða eins og þátttakandanum hentar best - í alls 6 skipti. Á fundunum
er rætt um þau verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta fundi og vinnuna framundan.
Þátttakandinn vinnur með efnið í u.þ.b. 3 klukkustundir á viku. Samtals krefst námskeiðið um 60 klst. vinnu.

 

bottom of page