Heildarþjálfun stjórnenda - The Total Leader™
Árangur í starfi - Persónuleg stjórnun - Hvatningarstjórnun - Stefnumótun og verkefnastjórnun
Hugmyndin um Heildarþjálfun stjórnenda – The Total Leader™ - varð til vegna þeirrar gífurlegu eftirspurnar sem ráðgjafar LMI fundu fyrir á vinnumarkaðnum.
Eftir því sem viðskiptaheimurinn hefur breyst og þróast, hefur þörfin fyrir árangursríka stjórnendur margfaldast. Eigi fyrirtækin að þróast í takt við síbreytilegar aðstæður á skapandi hátt, þurfa þau að koma sér upp stjórnendum á öllum stigum. Í raun má segja að fyrirtæki framtíðarinnar þurfi að gera ráð fyrir að allir starfsmenn þess verði leiðtogar. Það er einungis þegar fólk getur stjórnað sjálfu sér sem það er í alvöru fært um að vera skapandi frumkvöðlar. Þetta þýðir að styrkja þarf leiðtogahæfileika allra starfsmanna!
Grunnhugmynd um heildarþjálfun stjórnenda byggir á tveimur meginreglum:
• Fyrri reglan er sú, að ef fyrirtæki eða stofnanir eiga að ná góðum árangri á 21. öldinni, verða þau að koma sér upp leiðtogum á öllum stigum starfseminnar.
• Síðari reglan segir að ef stjórnendaþjálfun á að skila árangri, verður ferlið að byggjast á heildstæðum, samþættum og alhliða aðferðum.
Of mörg fyrirtæki og stofnanir hafa reynt að þjálfa stjórnendur sína með stuttum námskeiðum héðan og þaðan, þar sem skeytt er saman ýmsum bútum í von um að hitta á eitthvað sem er rétt. Þessi þjálfun hefur iðulega einblínt á eitthvert afmarkað svið, einn færniþátt eða eitt atriði leiðtogahegðunar, í þeirri trú að þetta sé það eina sem skiptir máli. Stjórnun og leiðtogahegðun er mun flóknari en þetta. Þegar reynt er að þjálfa stjórnendur á þennan hátt er það álíka og að reyna að verða atvinnumaður í golfi með því að æfa eingöngu að pútta. Bestu golfararnir eru heildargolfarar. Þeir æfa sig að taka upphafshögg og stutt högg, skot úr sandgryfjum, taka boltann háan, vippa honum og pútta. Þeir hafa líka nægilegt sjálfstraust og andlegan styrk til að til að standa sig undir álagi. Eins er með stjórnendur. Bestu stjórnendurnir, heildarstjórnendur, hafa tök á öllum þáttum og blæbrigðum stjórnunar. Heildarþjálfunin tekur fyrir fjóra þætti sem skipta meginmáli fyrir hvern þann sem vill verða góður stjórnandi:
1. Árangur í starfi - Effective Personal Productivity®
Árangur í starfi fjallar um hæfileikann til að stjórna sjálfum sér, stjórna því sjálfur hvernig þú notar tímann og forgangsraða þannig að þú náir hámarks árangri.
2. Persónuleg stjórnun - Effective Personal Leadership®
Persónuleg stjórnun er sá hæfileiki að vera eigin leiðtogi og taka stjórnina í eigin lífi. Flestir taka bara afleiðingum lífsins. En sá sem hefur persónulega stjórnun ákvarðar sjálfur hvert hann vill að lífið beri hann og sér til þess að þetta gerist, með því að skipuleggja og framkvæma það sem til þarf. Persónuleg stjórnun þýðir líka að verða heil manneskja - Total person® – með því að taka á og þróa alla sex þætti einkalífsins.
3. Hvatningarstjórnun - Effective Motivational Leadership®
Hvatningarstjórnun fjallar um hæfileikann til að hafa áhrif á og hvetja aðra. Hvetjandi stjórnandi skilur að starfsmenn hans eru uppspretta allra framfara og nýjunga og að þeir eru þess vegna lykillinn að því að njóta velgengni á 21. öldinni. Hvetjandi stjórnandi getur aðstoðað fólk við að þroskast í starfi og nota færni sína til fullnustu.
4. Stefnumótun og verkefnastjórnun - Effective Strategic Leadership®
Stefnumótun og verkefnastjórnun fjallar um hæfileikann til að virkja hópa fólks. Stjórnandi sem er fær í stefnumótun getur skilgreint og mótað tilgang og framtíðarsýn fyrirtækisins, lykilaðgerðir, bestu samstarfshættina, sett rétta fólkið í rétt hlutverk og mótað árangursríkustu verkferlin fyrir hvert svið fyrirtækisins, þannig að hámarks árangur náist.
Heildarþjálfun stjórnenda - The Total Leader™ - er, með öðrum orðum, ítarlegt, staðfæranlegt, fjölþætt og heildrænt þróunarferli fyrir stjórnendur. Í bókstaflegum skilningi gerir það fólk að Heildarstjórnendum! Það er erfitt að ímynda sér að æðsti stjórnandi í fyrirtæki eða stofnun geti verið fær í starfi ef hann vantar einn eða fleiri þeirra þátta sem Heildarþjálfun stjórnenda tekur til. Margir stjórnendur í dag eru ósáttir, af því að þeir hafa ekki fengið tækifæri til að þroska með sér alla fjóra þættina. Þeim líður eins og þeir standi við upphafsteiginn á áríðandi golfmóti, án þess að hafa þjálfað eitt einasta högg með drivernum. Það eina sem þeir æfðu var púttið.
Tími er kominn til að sjá hlutina í nýju ljósi. Þjálfunarferlið í Heildarþjálfun stjórnenda, Total Leader™ býður upp á nýja, heildstæða og spennandi möguleika.