top of page

Frétta siða 

Leadership Management® International

 

Sagan

 

LMI var stofnað af Paul J. Meyer árið 1965 í Texas USA. Í dag er Randy Slechta framkvæmdastjóri fyrirtækisins. LMI er leiðandi fyrirtæki á ýmsum sviðum eflingar persónulegs þroska fólks í lífi og starfi. Stjórnenda- eða leiðtogaþjálfun LMI er unnin í nánum tengslum við vinnuumhverfið. Fyrirtækið býður upp á þjálfun og þjálfunarkerfi á öllum sviðum persónulegs þroska og á öllum stjórnstigum. LMI er í dag stærsta fyrirtækið í heiminum á þessu sviði.

LMI starfar í meira en 90 löndum og þjálfunarkerfin hafa verið þýdd á yfir 40 tungumál.

Á ferli sínum hefur LMI aðstoðað einstaklinga, hópa, fyrirtæki og félagasamtök við að skoða og þróa þroskakosti sína og möguleika á að ná velgengni. Kjarninn í LMI þjálfuninni er þrautreynt þjálfunarefni, þar sem þjálfunin tekur mið af þörfum þátttakandans, gerir úttekt á stöðu hans og fylgir málinu eftir með einkaþjálfara. Þessi aðferð er áhugahvetjandi og skilar frábærum árangri þegar menn nálgast eigin markmið, stig af stigi.

Aðgerðaáætlunin er meginþáttur hverrar þjálfunaráætlunar. Þar er þáttakandinn studdur til að skilgreina markmið sín skýrt og nákvæmlega og vinna kerfibundið að því að ná þeim árangri sem hann óskar sér.

Stefnumið LMI International

Við helgum okkur því verkefni að bæta heiminn með því að bæta starfsmenn, stofnanir og fyrirtæki, hvert á fætur öðru.

Tilgangur þjálfunarinnar

Með þjálfunarkerfum aðstoðum við viðskiptavini okkar til að ná smám saman fyrirfram ákveðnum, mikilvægum og persónulegum markmiðum á öllum sviðum lífsins.

bottom of page