top of page

Stefnumótun og framkvæmd stefnu.  (Effective Strategic Leadership)™

 

Stefnumótun og framkvæmd stefnu er einn af fjórum meginþáttum Heildarþjálfunar stjórnenda (Total Leader ®) frá Leadership Management International.

Þessi þjálfunarpakki fjallar um leiðirnar til að gera stefnumótun að virkri leið til árangurs í fyrirtækjum og stofnunum. Eftir því sem viðskiptaheimurinn breytist með alþjóðavæðingu og nýrri tækni og kröfurnar til að opinberar stofnanir skili mælanlegum árangri verða meiri, verður mikilvægara að stjórnendur hafi vald á nothæfum og árangursríkum stjórnunaraðferðum.

 

Til að fyrirtæki og stofnanir skili árangri og finni nýjar leiðir til lausna, þurfa þau að móta og framkvæma stefnumótun sína þannig að þessar nýju aðferðir hafi áhrif á alla þætti starfseminnar. Fyrirtæki framtíðarinnar er fyrirtæki þar sem allir – háir sem lágir – þekkja, skilja og samþykkja tilgang, framtíðarsýn, gildi og markmið fyrirtækisins. Einungis þegar allir starfsmenn vinna saman að sama marki og stefna í sömu átt, nær fyrirtækið árangri fyrir alvöru.    

 

Í þjálfuninni er gerð margvísleg úttekt á stöðu fyrirtækisins í kaflanum: Hvar erum við stödd núna? Í síðari köflum er farið yfir óskirnar til framtíðarinnar og í tengslum við þær skoðað hverjir lykilþættir velgengni og góðrar frammistöðu eru í fyrirtækinu. Sérstaklega er síðan fjallað um með hvaða hætti ætlunin er að koma stefnumótuninni í framkvæmd og hvernig á að viðhalda árangrinum og stefnunni.

 

Markhópur: Þjálfuninni er ætlað að efla frammistöðu hvers konar stjórnenda, jafnt þeirra sem nýlega hafa tekið við
stjórnendahlutverkinu sem þeirra reyndustu.
Áhersla þjálfunarinnar beinist að fyrirtækinu og starfshópnum og byggir upp færni stjórnandans til að marka stefnuna og framfylgja henni.

 

 

Framkvæmd:
Þátttakandinn hefur sinn eigin einkaráðgjafa. Þeir hittast um það bil þriðju hverja viku – eða eins og þátttakandanum hentar best - í alls 6 skipti. Á fundunum er rætt um þau verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta fundi og vinnuna framundan.
Þátttakandinn vinnur með efnið í u.þ.b. 3-5 klukkustundir á viku. Samtals krefst námskeiðið um 90-110 klst. vinnu.

 

 

 

 

 

 

bottom of page