top of page

Þjónusta

 

 

Reynslan okkar

Frá Leadership Management® International

Leadership Management® International, Inc. hefur verið leiðandi fyrirtæki í þjálfun stjórnenda í meira en 40 ár. Þjálfunarefnið frá LMI hefur verið þýtt á meira en 30 tungumál í yfir 60 löndum.

„Persónuleg stjórnun er þyngdar sinnar virði í gulli. Hér er kafað djúpt í úr hverju þú ert gerður og hvernig það leiðir til þinnar ákvarðanatöku. Texti kennsluefnisins er frábær, hittir naglann á höfuðið hvað eftir annað.”

Árangur í starfi
Persónuleg stjórnun 
Hvatningarstjórnun

Effective Personal Productivity®

 

Árangur í starfi fjallar um hæfileikann til að stjórna sjálfum sér, stjórna því sjálfur hvernig þú notar tímann og forgangsraða þannig að þú náir hámarks árangri.

Stefnumótun og framkvæmd stefnu

Effective Strategic Leadership®

 

Stefnumótun og verkefnastjórnun fjallar um hæfileikann til að virkja hópa fólks. Stjórnandi sem er fær í stefnumótun getur skilgreint og mótað tilgang og framtíðarsýn fyrirtækisins, lykilaðgerðir, bestu samstarfshættina, sett rétta fólkið í rétt hlutverk og mótað árangursríkustu verkferlin fyrir hvert svið fyrirtækisins, þannig að hámarks árangur náist.

Stjórnendaþjálfun

Sérstaða námskeiðanna

Effective Personal Leadership®

 

Persónuleg stjórnun er sá hæfileiki að vera eigin leiðtogi og taka stjórnina í eigin lífi. Flestir taka bara afleiðingum lífsins. En sá sem hefur persónulega stjórnun ákvarðar sjálfur hvert hann vill að lífið beri hann og sér til þess að þetta gerist, með því að skipuleggja og framkvæma það sem til þarf. Persónuleg stjórnun þýðir líka að verða heil manneskja - Total person® – með því að taka á og þróa alla sex þætti einkalífsins.

Effective Motivational Leadership®

 

Hvatningarstjórnun fjallar um hæfileikann til að hafa áhrif á og hvetja aðra. Hvetjandi stjórnandi skilur að starfsmenn hans eru uppspretta allra framfara og nýjunga og að þeir eru þess vegna lykillinn að því að njóta velgengni á 21. öldinni. Hvetjandi stjórnandi getur aðstoðað fólk við að þroskast í starfi og nota færni sína til fullnustu.

The Total Leader™

 

- er, með öðrum orðum, ítarlegt, staðfæranlegt, fjölþætt og heildrænt þróunarferli fyrir stjórnendur. Í bókstaflegum skilningi gerir það fólk að Heildarstjórnendum! Það er erfitt að ímynda sér að æðsti stjórnandi í fyrirtæki eða stofnun geti verið fær í starfi ef hann vantar einn eða fleiri þeirra þátta sem Heildarþjálfun stjórnenda tekur til.

Tími er kominn til að sjá hlutina í nýju ljósi. Þjálfunarferlið í Heildarþjálfun stjórnenda, Total Leader™ býður upp á nýja, heildstæða og spennandi möguleika.

Þessi þjálfunaraðferð er einstök vegna einkaráðgjafans og þess að fundirnir eru haldnir á vinnustað þátttakandans. Verkfærum efnisins er beitt á þau verkefni sem þátttakandinn fæst við í daglegu starfi. Öll vinnan miðast við að breyta eða þróa það sem þátttakandinn sjálfur vill þróa eða breyta hjá sér. Þátttakandinn setur sjálfur öll markmið og lagar kröfur og yfirferð að eigin aðstæðum. Þjálfunaráætlunin gerir kröfur um að stjórnandinn hafi áhuga á og löngun til að horfa í eigin barm og breyta því sem breyta þarf í eigin aðferðum og viðhorfum.

 

 

bottom of page