top of page

Umsagnir

 

Stjórnendaþjálfun

 

 

frá Leadership Management® International

 

Leadership Management® International, Inc. hefur verið leiðandi fyrirtæki í þjálfun stjórnenda í meira en 40 ár. Þjálfunarefnið frá LMI hefur verið þýtt á meira en 30 tungumál í yfir 60 löndum.

 

 

 

Persónuleg stjórnun er þyngdar sinnar virði í gulli. Hér er kafað djúpt í úr hverju þú ert gerður og hvernig það leiðir til þinnar ákvarðanatöku. Texti kennsluefnisins er frábær, hittir naglann á höfuðið hvað eftir annað.”

 

Gísli Sveinsson, verkfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur,

 

Árangur í starfi hefur auðveldað mér samskipti við aðra og þau eru mér einnig ánægjulegri. Þetta hefur á einhvern hátt auðveldað mér starfið og ég þarf minni afskipti að hafa af störfum undirmanna minna. Starfsmenn njóta sín betur og hæfileika sinna. Liðsheildin er sterkari eftir námskeiðið.

 

Guðmundur Guðjónsson, Ríkislögreglustjóraembætti,

 

Í vinnunni með Árangur i starfi hef ég breytt ýmsu.

Ég færi ábyrgð á fleiri verkefnum yfir á undirmenn, þannig að minn tími fer í auknum mæli í stjórnunarstörf. Ég nota skipulagða stutta fundi í stað óreglulegra samtala og ég er orðin meðvitaðri um ýmsar gerðir af samtalstækni. Ég hef breytt talsvert um stíl, því nú einblíni ég frekar á árangur en aðferðir. Yfirleitt má segja að ég sé orðin meira meðvituð um þær aðferðir sem ég nota í samskiptum og stjórnun og markvissari í notkun þeirra.”

 

Svanhildur Guðmundsdóttir, Íbúðalánasjóði Sauðárkróki:

 

„Af Árangri í starfi lærði ég að miðla meiri ábyrgð til starfsfólks. Mér fannst ég alltaf þurfa að gera allt eða vera með í öllu, en sé núna að mikið betra er að þjálfa starfsfólk og gera það ábyrgara. Færni mín til að hvetja aðra hefur klárlega batnað. Þar að auki legg ég mig meira fram um að því líði vel – ánægt starfsfólk er lykilatriði. Ég er orðinn meðvitaðri um mikilvægi þess að setja mér markmið og er því alltaf með það í huga. Ég nota núna ca. 50% meiri tíma en áður í arðbærustu verkefnin. Það er merkjanlegur árangur á öllum sviðum, betri vinnuandi, meiri tjáskipti, meiri samkennd í fyrirtækinu, fólk er opnara. Það mikilvægasta er samt að ég hef náð mun betri forgangsröðun og auknum afköstum, meðal annars með bættum tjáskiptum.”

 

                                                                                                      Elvar Reykjalín, Ektafiski:

                                                                                              

Ég hef sótt ýmis námskeið sem tengjast stjórnun, bæði hér heima og erlendis. Uppbygging námsefnisins í námskeiðinu Persónuleg stjórnun ásamt markvissum verkefnum, persónulegri leiðsögn og aðstoð þjálfarans gera það að áhrifaríkasta námskeiði sem ég hef kynnst. Námskeiðið hafði mikil áhrif á mig sem persónu og stjórnanda. Þjálfarinn er að mínu mati mjög hæfur leiðbeinandi með mikla og fjölbreytta reynslu. Hann hefur einstakt lag á því að ýta við manni og fá mann til að horfast í augu við sjálfa sig.”

 

                                                                 Ragnheiður Ragnarsdóttir,fjárreiðustjóri,Orkuveitu Reykjavíkur
 

 

                 

 

bottom of page